Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Müller hefur framlengt við þýska félagið Bayern München til tveggja ára. Hann átti hálft ár eftir af samningi sínum hjá Bayern en er nú samningsbundinn til ársins 2025.
Müller hefur leikið með Bayern München frá árinu 2000 en hann hóf atvinnumannsferil sinn með varaliði Bayern árið 2008 þar sem hann lék eitt tímabil og skoraði 16 mörk í 35 leikjum. Hann hefur leikið með aðalliði Bayern síðan árið 2009 og á að baki 454 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 145 mörk.
Hann hefur verið lykilmaður félagsins undanfarin ár auk þess að vera fastamaður í þýska landsliðinu frá árinu 2010.
Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í hinum ýmsu stöðum og er ljóst að forráðamenn félagsins vilja ekki missa hann alveg strax, þrátt fyrir að hann sé orðinn 34 ára gamall.