Barcelona fær nýjan þjálfara

Jonatan Giráldez yfirgefur Barcelona eftir leiktíðina.
Jonatan Giráldez yfirgefur Barcelona eftir leiktíðina. AFP/Pau Barrena

Spænski knattspyrnuþjálfarinn Jonatan Giráldez mun yfirgefa Barcelona eftir leiktíðina, en hann hefur þjálfað kvennalið félags undanfarin rúm tvö ár með afar góðum árangri.

Undir stjórn Giráldez hefur Barcelona aðeins tapað einum deildarleik af 72 og orðið Evrópumeistari í tvígang, síðast í vor eftir sigur á Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg.

Samningur Giráldez rennur út eftir leiktíðina og hefur hann tjáð forráðamönnum félagsins að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning.

Giráldez hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka