Leverkusen er áfram með fjögurra stiga forskot á Bayern München á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi 4:0-heimasigur á Bochum í kvöld.
Patrik Schick átti eftirminnilegan fyrri hálfleik því hann skoraði öll þrjú mörk Leverkusen í hálfleiknum. Victor Boniface innsiglaði síðan fjögurra marka sigur með eina marki seinni hálfleiks.
Á sama tíma vann Bayern nauman 2:1-útisigur á Wolfsburg. Jamal Musiala og Harry Kane komu Bayern í 2:0 með mörkum á 33. og 43. mínútu. Lagði Thomas Müller upp bæði mörkin. Maximilian Arnold minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat.
Þá fór Stuttgart upp í þriðja sætið með 3:0-heimasigri á Augsburg. Deniz Undav, Serhou Guirassy og Chris Führich gerðu mörk Stuttgart, sem er fjórum stigum á eftir Bayern.
Öll úrslit kvöldsins:
Union Berlín 2:0 Köln
Heidenheim 3:2 Freiburg
Leverkusen 4:0 Bochum
Frankfurt 2:1 Mönchengladbach
Stuttgart 3:0 Augsburg
Wolfsburg 2:1 Bayern München
Standings provided by