Enska liðið Chelsea fór í kvöld upp í toppsæti D-riðils í Meistaradeild Evrópu í fótbolta með 3:1-útisigri á sænska liðinu Häcken.
Ástralski markahrókurinn Sam Kerr kom Chelsea yfir á 14. mínútu en Clarissa Larisey jafnaði fyrir Häcken á 26. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.
Chelsea var hins vegar sterkari aðilinn í seinni hálfleik og Erin Cuthbert tryggði liðinu sigur með mörkum á 52. og 64. mínútu.
Paris FC blandaði sér rækilega í toppbaráttu riðilsins með 1:0-útisigri á Real Madrid. Fyrirliðinn reyndi Gaëtane Thiney skoraði sigurmarkið úr víti á 79. mínútu.
Chelsea er með átta stig, Häcken sjö, París FC sex og Real Madrid eitt, þegar tvær umferðir eru eftir. Tvö efstu liðin fara áfram í átta liða úrslit.
Standings provided by