Glódís missti toppsætið í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir missti toppsætið í Meistaradeildinni.
Glódís Perla Viggósdóttir missti toppsætið í Meistaradeildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ajax hafði betur gegn Bayern München á heimavelli í 4. umferð C-riðils í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld, 1:0.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Bayern og var fyrirliði liðsins að vanda. Hún gat hins vegar ekki komið í veg fyrir sigurmark Romee Leuchter á 44. mínútu.

Í hinum leik riðilsins hafði París SG betur gegn Roma á útivelli, 3:1. Tabitha Chawinga, Marie-Antoinette Katoro og Korbin Albert gerðu mörk franska liðsins. Manuela Giugliano minnkaði muninn í 3:1 fyrir Roma undir lokin.

Bayern var í toppsæti riðilsins fyrir leikina en er nú í þriðja sæti með fimm stig. Ajax er á toppnum með sjö, PSG í öðru með sex og Roma rekur lestina með fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka