Antoine Griezmann skráði sig í sögubækur Atlético Madríd þegar hann skoraði tvívegis í jafntefli liðsins við Getafe, 3:3, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Jafnaði Griezmann markamet liðsins og hefur nú skorað 173 mörk, jafn mörg og Luis Aragonés gerði á 7. og 8. áratug síðustu aldar.
Varla þarf Griezmann að bíða lengi eftir því að slá metið þar sem hann hefur raðað inn mörkum á yfirstandandi tímabili. Hann er með 16 mörk í 23 leikjum í öllum keppnum hingað til og tímabilið að verða hálfnað.