Eiður Smári Guðjohnsen, einn farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, var í góðum gír á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) í kvöld.
Eins og flestir aðrir landsmenn er Eiður á fullu í jólaundirbúningi þessa dagana, en hann fer aðrar leiðir við að pakka inn gjöfunum en flestir miðað við færslu á samfélagsmiðlinum í kvöld.
„Var að átta mig á því að ég er sennilega betri að pakka pökkum með fótunum en höndunum,“ skrifaði Eiður á miðilinn.
Eiður var síðast þjálfari karlaliðs FH og þar á undan aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, eftir að mögnuðum leikmannaferli lauk.
Er hann nú reglulegur gestur í Vellinum á Símanum Sport, þar sem rætt er um enska boltann.
Var að átta mig á því að ég er sennilega betri að pakka pökkum með fótunum en höndunum…
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) December 20, 2023