Landsliðsmarkvörðurinn nálgast Belgíu

Hákon Rafn Valdimarsson er nálægt því að ganga í raðir …
Hákon Rafn Valdimarsson er nálægt því að ganga í raðir Gent í Belgíu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson verður að öllum líkindum kynntur sem nýr leikmaður belgíska félagsins Gent á næstu dögum eða vikum.

Nieuwsbald í Belgíu segir að viðræður á milli belgíska félagsins og Elfsborgar í Svíþjóð séu langt komnar og sömuleiðis viðræður við Hákon sjálfan um kaup og kjör. Kaupverðið er á milli 1-2 milljóna evra. 

Hákon var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð er hann og liðsfélagar hans hjá Elfsborg voru hársbreidd frá því að tryggja sér óvæntan Svíþjóðarmeistaratitil.

Gent, sem er eitt stærsta félag Belgíu, er sem stendur í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi með 32 stig eftir 18 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka