Knattspyrnuþjálfarinn ungi Svanberg Óskarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá KÍ frá Klaksvík í Færeyjum.
Svanberg, sem er 26 ára, hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi kvennaliðs félagsins og þá mun hann einnig þjálfa U16 ára lið karla.
Svanberg var síðast þjálfari U18 ára liðs kvenna í Fortuna Hjørring í Danmörku. Íslendingurinn er með UEFA B-þjálfaragráðu.
Karlalið KÍ sló rækilega í gegn í Evrópukeppnum í ár og varð fyrsta liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni, eftir glæsta sigra á leiðinni.