Rússar skipta ekki til Asíu

Rússnesk landslið verða ekki hluti af knattspyrnusambandi Asíu.
Rússnesk landslið verða ekki hluti af knattspyrnusambandi Asíu. AFP/Stuart Franklin

Stjórn knattspyrnusambands Rússlands hefur kosið gegn því að skipta frá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og yfir til knattspyrnusambands Asíu, AFC.

Í febrúar á síðasta ári ákváðu Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og UEFA að meina öllum lands- og félagsliðum Rússlands að taka þátt í keppnum á vegum sambandanna vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.

Á þessu ári hefur það verið til umræðu hjá knattspyrnusambandi Rússlands að færa sig yfir til Asíu, en stór hluti Rússlands tilheyrir Asíu landfræðilega.

Í rússneskum miðlum er hins vegar greint frá því að allir stjórnarmenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafi kosið gegn því.

Hluti ástæðunnar fyrir því er sú að samkvæmt talsmanni sambandsins fer samband þess við UEFA batnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka