Versta tapið í 65 ár

Napoli sá ekki til sólar í gærkvöldi.
Napoli sá ekki til sólar í gærkvöldi. AFP/Alberto Pizzoli

Ítalíumeistarar Napoli máttu sætta sig við stórt tap, 0:4, á heimavelli í leik gegn Frosinone í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Þar með er Frosinone komið í átta liða úrslit.

Markalaust var í leikhléi og kom fyrsta markið ekki fyrr en á 65. mínútu.

Þá hrundi allt hjá heimamönnum og áður en yfir lauk höfðu gestirnir skorað fjórum sinnum.

Um versta tap Napoli á heimavelli í ítölsku bikarkeppninni er að ræða í 65 ár, eða síðan liðið tapaði einnig 0:4 á heimavelli fyrir Lazio árið 1958.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka