Árni búinn að semja á Ítalíu

Árni Vilhjálmsson lék síðast með Zalgiris í Litháen.
Árni Vilhjálmsson lék síðast með Zalgiris í Litháen. Ljósmynd/Zalgiris

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur gert samning við ítalska C-deildarliðið Novara og mun formlega ganga í raðir þess eftir áramót.

Staðarmiðilinn La voce Novara e laghi greinir frá í dag. Er nýr stjórnarformaður að taka við hjá félaginu og er Árni fyrsti leikmaðurinn sem ný stjórn fær til félagsins.

Árni hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Zalgiris í Litháen í ágúst. Verður Novara áttunda erlenda félagið sem Árni leikur fyrir og það fyrsta á Ítalíu.

Mikið hefur gengið á hjá Novara á undanförnum árum. Liðið var í efstu deild tímabilið 2011/12 en féll alla leið niður í D-deild, áður en það fór aftur upp í C-deildina á síðustu leiktíð.

Liðið er sem stendur neðst í A-riðli í D-deildinni með tólf stig eftir átján leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka