Al Ahly frá Egyptalandi hlaut í dag bronsverðlaunin á heimsbikarmóti félagsliða karla í fótbolta með því að sigra Urawa Red Diamonds frá Japan, 4:2, í fjörugum leik í Sádi-Arabíu þar sem fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar skoraði eitt markanna.
Daninn Alexander Scholz, sem lék með Garðabæjarliðinu árið 2012, skoraði annað mark Urawa í leiknum og jafnaði þá metin í 2:2 úr vítaspyrnu á 54. mínútu.
Áður hafði Al Ahly komist í 2:0 en Egyptarnir náðu forystunni á ný, 3:2, með sjálfsmarki á 60. mínútu. Ali Malooul innsiglaði síðan sigur þeirra með fjórða markinu seint í uppbótartímanum.
Úrslitaleikur keppninnar á milli Fluminense frá Brasilíu og Manchester City frá Englandi hefst klukkan 18.