Tíu eftirsóttustu leikmenn janúargluggans

Ivan Toney er eftirsóttur þrátt fyrir langt bann.
Ivan Toney er eftirsóttur þrátt fyrir langt bann. AFP/Adrian Dennis

Enska dagblaðið The Guardian hefur tekið saman tíu eftirsóttustu leikmenn félagaskiptagluggans sem verður opnaður í byrjun árs.

Er ljóst að stærstu félög Englands hafa áhuga á að styrka sig í janúar. Hér fyrir neðan verður farið yfir tíu stóra bita á markaðinum. 

Serhou Guirassy, Stuttgart

Framherjinn skoraði 14 mörk í fyrstu átta umferðunum í þýsku 1. deildinni. Eftir það hægðu meiðsli aðeins á honum, en Manchester United og Newcastle eru talin áhugasöm um leikmanninn. Leikur með Gíneu á Afríkumótinu í janúar sem gæti flækt hlutina.

Serhou Guirassy er gríðarlega öflugur framherji.
Serhou Guirassy er gríðarlega öflugur framherji. AFP/Thomas Kienzle

Kalvin Phillips, Manchester City

Hefur fengið 18 mánuði til að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Evrópumeistaranna en það hefur ekki tekist. Þarf að skipta um félag til að spila með enska landsliðinu á EM næsta sumar. Juventus, Newcastle og Crystal Palce vilja fá hann að láni.

Kalvin Phillips hefur ekki náð að vinna sér inn sæti …
Kalvin Phillips hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Manchester City. AFP/Paul Ellis

Santiago Giménez, Feyenoord

Skoraði 31 mark í hollensku úrvalsdeildinni á árinu 2023 og bætti met Luis Suárez. Hann gæti fylgt í fótspor Úrúgvæans og farið í ensku úrvalsdeildina, þar sem Tottenham, Chelsea, Arsenal og Fulham eru öll áhugasöm.

Santiago Giménez skorar mörk.
Santiago Giménez skorar mörk. AFP/Andy Buchanan

Ivan Toney, Brentford

Raðaði inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni áður en hann fór í bann fyrir brot á veðmálareglum. Banninu lýkur 16. janúar og Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa öll áhuga á leikmanninum, þrátt fyrir bannið.

Ivan Toney
Ivan Toney AFP/Justin Tallis

Viktor Gyökeres, Sporting

Búinn að skora 17 mörk í 20 leikjum á leiktíðinni eftir að hann gerði mjög góða hluti með Coventry í ensku B-deildinni. Er með 100 milljón evra klásúlu, en Arsenal, Chelsea og AC Milan eru þrátt fyrir það áhugasöm.

Viktor Gyökeres hefur raðað inn mörkunum í Portúgal.
Viktor Gyökeres hefur raðað inn mörkunum í Portúgal. AFP/Patricia de Melo

André, Flumiense

Fulham er komið langt á leið með að kaupa brasilíska miðjumanninn knáa en stærri félög gætu skemmt þau áform. Hann sagði á dögunum að enska úrvalsdeildin væri draumurinn. Er 22 ára og hefur leikið fjóra leiki með brasilíska A-landsliðinu. 

André vill til Englands.
André vill til Englands. AFP/Mauro Pimentel

Jadon Sancho, Manchester United

Er úti í kuldanum hjá Manchester United eftir rifrildi við knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Lék gríðarlega vel með Dortmund áður en hann sneri aftur til Englands og félög á borð við Leipzig, Leverkusen, Barcelona og Juventus vilja fá sóknarmanninn í sínar raðir.

Jadon Sancho í leik með Manchester United.
Jadon Sancho í leik með Manchester United. AFP/Leonardo Munoz

Lloyd Kelly, Bournemouth

Hefur átt stóran þátt í góðu gengi Bournemouth á leiktíðinni og stærri félög eru byrjuð að fylgjast vel með honum. Á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Bournemouth og Liverpool og Tottenham fylgjast vel með gangi mála.

Lloyd Kelly hefur leikið vel í vörn Bournemouth.
Lloyd Kelly hefur leikið vel í vörn Bournemouth. AFP/Adrian Dennis

Aaron Ramsdale, Arsenal

Átti flott síðasta tímabil með Arsenal en þrátt fyrir það fékk félagið David Raya til sín. Er ósáttur á bekknum og Chelsea og Newcastle eru á meðal félaga sem eru að skoða landsliðsmarkvörðinn enska.

Aaron Ramsdale
Aaron Ramsdale AFP/Henry Nicholls

Lamine Camara, Metz

Er aðeins 19 ára en undir smásjá hjá mörgum félögum. Gekk í raðir Metz í Frakklandi í febrúar á þessu ári en gæti skipt aftur í janúar á komandi ári. Hefur verið líkt við Kevin De Bruyne og Toni Kroos. Brighton og Chelsea eru líkleg.

Lamine Camara er gríðarlega efnilegur.
Lamine Camara er gríðarlega efnilegur. AFP/Sameer Al-Doumy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert