Albert gerði jólin þeirra ógleymanleg

Alberg kom færandi hendi.
Alberg kom færandi hendi. Ljósmynd/Freesportage

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var í jólaskapi þegar hann heimsótti unga krakka í Genoa og færði þeim gjafir. Þótt hann hafi verið örlítið of seinn með gjafirnar í ár, voru krakkarnir himinlifandi með heimsóknina.

Albert var í yfir klukkutíma á íþróttasvæði fyrir börn með fötlun og færði þeim hinar ýmsu gjafir, sat fyrir á myndum með þeim og gaf áritanir. Þá spilaði hann bæði körfubolta og fótbolta með krökkunum.

Staðarmiðilinn Pianeta Genoa fjallar um heimsóknina í dag og sagði Albert hafa gert jólin ógleymanleg fyrir krakkana. 

Albert hefur leikið gríðarlega vel með Genoa í ítölsku A-deildinni á leiktíðinni og verið orðaður við hin ýmsu stóru félög.  

Ljósmynd/Freesportage
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert