Ajax birtir afmælissyrpu af Kristian (myndskeið)

Kristian Nökkvi Hlynsson stöðvaður á síðustu stundu af varnarmanni Waalwijk …
Kristian Nökkvi Hlynsson stöðvaður á síðustu stundu af varnarmanni Waalwijk í leiknum um helgina. AFP/Maurice van Steen

Hollenska knattspyrnustórveldið Ajax birtir í dag skemmtilega samantekt úr sigri liðsins á Waalwijk um helgina í tilefni þess að miðjumaðurinn efnilegi Kristian Nökkvi Hlynsson er tvítugur í dag.

Í einnar mínútu myndskeiði af Kristian úr leiknum má sjá ýmis tilþrif hjá honum ásamt fallegu marki sem hann skoraði í öruggum sigri Ajax, 4:1. Þá er sýnd tölfræði hans þar sem fram kemur að 89 prósent sendinga hans hafi heppnast og hann hafi átt þrettán sendingar fram á  við.

Kristian hefur fest sig vel í sessi í byrjunarliði Ajax í vetur en hann hefur verið ellefu sinnum í byrjunarliði í úrvalsdeildinni á tímabilinu og spilað fjórtán leiki alls þar sem hann hefur skorað fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert