Rubiales mætir fyrir rétt

Luis Rubiales.
Luis Rubiales. AFP/Thomas Coez

Spænskur dómari hefur lagt til að Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, mæti fyrir rétt eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, fyrirliða kvennalandsliðsins, á munninn í hennar óþökk.

Fréttaveitan Reuters greinir frá því að dómari í höfuðborginni Madríd hafi úrskurðað að nægileg sönnunargögn séu til staðar til þess að málið fari fyrir rétt.

Dómarinn lýsti kossinum á þann hátt að hann hafi ekki verið með samþykki viðtakanda hans, gjörðin hafi verið einhliða og komið Hermoso í opna skjöldu.

Saksóknarar ákærðu Rubiales í málinu fyrir kynferðisbrot og þvingun. Á Spáni getur refsing við þessum brotum varðað sekt eða fangelsisvist til allt að fjögurra ára.

Hermoso sagði kossinn ekki hafa verið með sínu samþykki en Rubiales hafnar þeirri skýringu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert