Selma vann Ingibjörgu í hennar fyrsta leik

Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði undir hjá Duisburg fyrr í janúar.
Ingibjörg Sigurðardóttir skrifaði undir hjá Duisburg fyrr í janúar. Ljósmynd/Duisburg

Knattspyrnukonan Selma Sól Magnúsdóttir og liðsfélagar hennar í Nurnberg höfðu betur gegn Duisburg, sem Ingibjörg Sigurðardóttir spilar með, í þýsku 1. deildinni. 

Ingibjörg kom til Duisburg fyrr í mánuðinum og þetta var hennar fyrsti leikur með liðinu sem endaði með 2:1-tapi. Ingibjörg var í byrjunarliði og spilaði allan leikinn.

Selma Sól var einnig í byrjunarliði og spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Nurnberg. Liðið er nú í 10. sæti með átta stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Duisburg hefur ekki unnið leik og aðeins gert tvö jafntefli í fyrstu 11 leikjum á tímabilinu og er í 12. og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert