OH Leuven vann sannfærandi heimasigur á Club Brugge, 4:0, í efstu deild Belgíu í fótbolta í kvöld.
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Levuen og hún skoraði annað mark liðsins á 48. mínútu beint úr hornspyrnu. Þetta var hennar þrettánda mark í þrettán leikjum á tímabilinu. Hún fór svo af velli á 65. mínútu.
Leuven er í toppsæti deildarinnar með 37 stig, eins og Standard Liége í harðri titilbaráttu.