Í baráttu við van Dijk um gullskóinn

Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkum í Belgíu.
Diljá Ýr Zomers hefur raðað inn mörkum í Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði sitt þrettánda mark í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta er hún gerði annað mark OH Leuven í 4:0-heimasigri á Club Brugge í gærkvöldi.

Diljá er markahæst í belgísku deildinni með þrettán mörk í fjórtán leikjum. Er hún einu marki á undan samherja sínum Nikée van Dijk sem skoraði sitt tólfta mark í deildinni í leiknum í gær.

Diljá er á sínu fyrsta tímabili með Leuven en hún kom til félagsins frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert