Sakaður um að þreifa á brjóstum lukkudýrs

Hugo Mallo er hann lék með Celta Vigo.
Hugo Mallo er hann lék með Celta Vigo. Ljósmynd/Harpagornis

Spænski knattspyrnumaðurinn Hugo Mallo, fyrrverandi leikmaður Celta Vigo, þarf að mæta fyrir rétt í heimalandinu þar sem honum er gefið að sök að hafa þreifað á brjóstum konu sem var við störf sem lukkudýr hjá Espanyol fyrir leik liðanna árið 2019.

Mallo er sagður hafa gripið um brjóst konunnar, sem var klædd í búning sem páfagaukur, er leikmenn tókust í hendur fyrir leik Celta Vigo og Espanyol í spænsku 1. deildinni

Spænski miðilinn AS greinir frá því að hann neiti sök og segi myndbandsupptökur sýna fram á sakleysi sitt.

Dómstóll á Spáni úrskurðaði hins vegar að myndefni sem væri til af atvikinu nægði til þess að Mallo, sem leikur nú með Internacional í Brasilíu, færi fyrir rétt.

Réttarhöldin munu að öllum líkindum fara fram í júlí á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert