Jórdanía leikur til úrslita í fyrsta sinn

Leikmenn Jórdaníu fagna sæti í úrslitum.
Leikmenn Jórdaníu fagna sæti í úrslitum. AFP/Giuseooe Cacace

Jórdanía leikur til úrslita í Asíubikar karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar eftir sigur gegn Suður-Kóreu í undanúrslitum keppninnar í Al-Rayyan í Katar í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Jórdaníu þar sem þeir Yazan Al-Naimat og Mousa Al-Taamari skoruðu mörk Jórdaníu en þau komu bæði í síðari hálfleik.

Jórdanía mætir annaðhvort Íran eða Katar í úrslitaleik í Lusail hinn 10. febrúar en Íran og Katar mætast í Doha á morgun í hinu undanúrslitaeinvíginu.

Jórdaníu hefur komið á óvart á mótinu en liðið komast áfram í 16-liða úrslitin sem eitt af fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti riðlakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert