Segja sambandið í molum

Thomas Tuchel, stjóri Bayern München.
Thomas Tuchel, stjóri Bayern München. AFP/Alberto Pizzoli

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, og Joshua Kimmich, miðjumaður liðsins, talast ekki við þessa dagana.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Tuchel, sem er fimmtugur, tók við stjórnartaumunum hjá Bayern München í mars árið 2023.

Kimmich, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Bayern München frá RB Leipzig árið 2015 og hefur verið í lykilhlutverki hjá félaginu undanfarin ár.

Þýski miðillinn greinir frá því að samband þeirra sé afar slæmt eftir dapurt gengi liðsins á tímabilinu en hann byrjaði á bekknum í 3:0-tapinu gegn Bayer Leverkusen um þarsíðustu helgi og var svo tekinn af velli í stöðunni 2:1 í 3:2-tapinu gegn Bochum í gær.

Kimmich hefur verið orðaður við brottför frá þýska félaginu í sumar en Bayern situr sem stendur í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar með 50 stig, átta stigum minna en topplið Bayer Leverkusen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert