Frábær tölfræði Alberts á Ítalíu

Albert Guðmundsson í leik með Genoa í vetur.
Albert Guðmundsson í leik með Genoa í vetur. AFP

Albert Guðmundsson hefur vakið mikla athygli á Ítalíu í vetur fyrir frammistöðu sína með Genoa í A-deildinni en þar er tölfræði hans frábær, ekki aðeins þegar kemur að skoruðum mörkum.

Albert er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk en Savoir Sport vekur athygli á því á samfélagsmiðlinum X að auk þess sé Íslendingurinn bestur allra í deildinni í tveimur tölfræðiþáttum.

Albert er efstur í svokölluðum lykilsendingum en þær eru 57 talsins hjá honum í vetur. Þá er hann líka í efsta sæti þegar kemur að heppnuðum fyrirgjöfum, 46 talsins.

Hann hefur leikið 23 af 25 leikjum Genoa í deildinni á þessu keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert