Fjögurra ára bann staðfest

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Marco Bertorello

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba hefur verið úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjaneyslu.

Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum í dag en Pogba féll á lyfjaprófi eft­ir fyrsta leik Ju­vent­us í ít­ölsku A-deild­inni á tíma­bil­inu þann 20. ág­úst.

Hann greind­ist með um­fram­magn af karlhorm­ón­inu testosteróni í blóði sínu og var fall hans á lyfja­próf­inu staðfest í októ­ber eft­ir að annað sýni hafði verið tekið úr hon­um. 

Pogba var sett­ur í æf­inga­bann hjá Ju­vent­us þegar málið kom fyrst upp og hef­ur ekki verið á launa­skrá hjá fé­lag­inu síðan en fjög­urra ára keppn­is­bann gæti þýtt enda­lok fer­ils­ins hjá miðju­mann­in­um sem verður 31 árs í mars og á að baki tæplega 300 deildaleiki með Juventus og Manchester United á ferlinum, ásamt því að leika 91 landsleik fyrir Frakkland þar sem hann varð heimsmeistari árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka