Frá Newcastle til Kanada

Matty Longstaff er kominn til Newcastle.
Matty Longstaff er kominn til Newcastle. Ljósmynd/Newcastle

Kanadíska knattspyrnufélagið Toronto FC hefur gert tveggja ára samning við enska miðjumanninn Matty Longstaff. Hann kemur til Toronto frá uppeldisfélaginu Newcastle.

Longstaff hefur ekki spilað keppnisleik í tvö ár, eða síðan hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné árið 2022.

Hann lék sinn fyrsta leik með Newcastle árið 2019 þegar hann var aðeins 18 ára gamall.

Hann lék 20 leiki með Newcastle í öllum keppnum og skoraði eitt mark, sigurmark gegn Manchester United í október árið 2019.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert