Ronaldo í bann fyrir dónaskap

Cristiano Ronaldo tekur vítaspyrnu í leik með Al-Nassr.
Cristiano Ronaldo tekur vítaspyrnu í leik með Al-Nassr. AFP/Fayez Nureldine

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann í efstu deild Sádi-Arabíu fyrir óviðeigandi framkomu eftir leik með liði sínu Al-Nassr gegn Al-Shabab um síðustu helgi.

Eft­ir leik­inn hrópuðu stuðnings­menn Al-Shabab há­stöf­um „Messi!“ og vísuðu þar til Arg­entínu­manns­ins Li­o­nels Mess­is, sem er jafn­an sá sem er bor­inn sam­an við Ronaldo þegar rætt er um tvo bestu leik­menn síðustu tveggja ára­tuga og í knatt­spyrnu­sög­unni.

Ronaldo brást við þess­um hróp­um stuðnings­manna Al-Shabab með ímynduðum strok­um í grennd við klof sitt og hóf Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu rannsókn á atvikinu.

Hefur hann nú verið úrskurðaður í eins leiks bann. Ronaldo þarf einnig að greiða sambandinu 10.000 ríal, sem jafngildir rúmlega 376.000 íslenskum krónum.

Einnig þarf hann að greiða Al-Shabab 20.000 ríal, um 753.000 íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert