Vill halda í Greenwood

Mason Greenwood í leik með Getafe gegn Real Madrid.
Mason Greenwood í leik með Getafe gegn Real Madrid. AFP/Pierre-Philippe Marcou

Javier Tebas, forseti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, vonast til að Mason Greenwood verði áfram í deildinni eftir tímabilið.

Greenwood er sem stendur að láni hjá Getafe frá Manchester United á Englandi út leiktíðina. Hefur Greenwood leikið vel með spænska liðinu.

„Ég er lögfræðingur og hann kom saklaus úr þessu máli. Það er engu við það að bæta. Hann er að spila mjög vel og vonandi verður hann áfram í spænska boltanum,“ sagði Tebas á ráðstefnu í dag.

United lét Greenwood fara í kjölfar þess að hann var handtekinn árið 2022 vegna gruns um heimilisofbeldi, tilraun til nauðgunar og líflátshótanir í garð kærustu sinnar.

Greenwood var ákærður í mál­inu sem var að lok­um látið niður falla þar sem lyk­il­vitni í mál­inu breytti framb­urði sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert