Spænski knattspyrnustjórinn Xabi Alonso, sem hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen á Spáni, hefur meiri áhuga á að taka við Bayern München en Liverpool.
Sky greinir frá, en bæði félög hafa áhuga á þeim spænska. Jürgen Klopp hættir með Liverpool eftir leiktíðina og sömu sögu er að segja um Thomas Tuchel hjá Bayern.
Leverkusen, undir stjórn Alonsos, er í toppsæti þýsku 1. deildarinnar, með tíu stiga forskot á Bayern.
Alonso lék með bæði Liverpool og Bayern við góðan orðstír, á farsælum leikmannaferli.