Belgíska knattspyrnukonan Tessa Wullaert stal senunni er hollenska liðið Fortuna Sittard vann stóran útisigur á Telstar, 8:0, í efstu deild Hollands í kvöld.
Wullaert gerði sér lítið fyrir og skoraði sjö af átta mörkun síns liðs. María Ólafsdóttir Gros lagði upp það þriðja á 27. mínútu.
Hildur Antonsdóttir lagði upp eina markið sem Wullaert skoraði ekki, en það gerði Charlotte Hulst.
María lék allan leikinn með Fortuna, eins og Lára Kristín Pedersen. Hildur fór af velli á 62. mínútu. Liðið er í fjórða sæti með 30 stig eftir 18 leiki.