Norski knattspyrnumaðurinn Ole Sæter, leikmaður Rosenborg, vakti athygli fyrir svör sín í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 Sport eftir að hann skoraði stórglæsilegt mark í 2:0-sigri á Sandefjord í úrvalsdeildinni í gær.
Beðinn um að fara yfir markið sitt, þar sem Sæter skoraði með þrumufleyg af mjög löngu færi sagði hann:
„Ég man ekki mikið eftir þessu þannig að ég ætla heim, þar sem ég verð með farsímann í vinstri hendi og liminn í hægri hendi. Ég ætla að hafa það náðugt. Þetta verður langt kvöld.“
Spyrlinum virtist nokkuð brugðið yfir þessum miklu og persónulegu upplýsingum og sagði við Sæter:
„Það er kannski rétt að minna þig á að það gætu verið börn að horfa. Þetta er fínt Ole.“