Forsetinn handtekinn á flugvellinum í Madríd

Luis Rubiales.
Luis Rubiales. AFP/Thomas Coex

Luis Rubiales, fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, var handtekinn á flugvellinum í Madríd í morgun.

Það er BBC sem sem greinir frá þessu en forsetinn er meðal annars grunaður um spillingu og mútuþægni á meðan hann var forseti knattspyrnusambandsins á árunum 2018 til 2023.

Forsetinn fyrrverandi er meðal annars sakaður um að hafa þegið háar fjárhæðir fyrir að færa úrslitaleik spænsku meistarakeppninnar til Sádi-Arabíu á sínum tíma.

Spænskir dómstólar hafa verið með málið til rannsóknar frá árinu 2022 en forsetinn fyrrverandi var ákærður á dögunum fyrir að kyssa Jenni Hermoso, leikmann Spánar, á munninn á verðlaunaafhendingu HM síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert