Emi Martinez fékk tvö gul en ekki rautt

Emiliano Martinez í leik kvöldsins.
Emiliano Martinez í leik kvöldsins. AFP/Sameer Al-DOUMY

Emi Martinez, markvörður Aston Villa, stal senunni í vítaspyrnukeppni Lille og Aston Villa í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Martinez fékk gult spjald í vítaspyrnukeppninni fyrir óíþróttamannslega hegðun en Argentínumaðurinn sussaði á stuðningsmenn heimaliðsins og dansaði um völlinn þegar sigurinn var í höfn.


Martinez hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik og fékk annað spjald í vítaspyrnukeppninni en samkvæmt knattspyrnulögunum er leikmanni ekki vikið af velli fyrir seinna gula spjald ef leikmaður er færður til bóka í annað sinn í vítaspyrnukeppni. Það er, fyrra gula spjaldið er fellt niður eftir að vítaspyrnukeppnin hefst.

Martinez hefur áður vakið athygli fyrir óheflaða framkomu í vítaspyrnukeppnum en hann var í aðalhlutverki í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar 2022 og Suður-Ameríkubikarnum árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka