Landsliðskonan viðbeinsbrotin

Bryndís Arna Níelsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Bryndís Arna Níelsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska landsliðskonan í knattspyrnu, Bryndís Arna Ní­els­dótt­ir, er viðbeinsbrotin og verður frá næstu vikurnar.

Bryn­dís Arna lenti illa á öxl­inni í 3:2 tapi Växjö gegn Pieta í fyrsta leik liðsins á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Hún staðfesti í samtali við mbl.is í dag að hún sé viðbeinsbrotin.

„Ég fer í aðgerð líklegast næsta þriðjudag. Verð frá í einhverjar vikur en reyni að koma til baka eins hratt og ég get,“ sagði Bryndís Arna.

Næsti leikur landsliðsins er gegn Austurríki 31. maí en ólíklegt er að Bryndís geti tekið þátt í leiknum.

Bryndís skoraði hennar fyrsta landsliðsmark í lok febrúar á þessu ári og þetta er hennar fyrsta tímabil í atvinnumennsku erlendis.

 Þetta er í annað skipti sem hún viðbeinsbrotnar en það gerðist einnig árið 2021 þegar hún spilaði með Fylki hérlendis.

Bryndís Arna Níelsdóttir og Giulia Gwinn í síðasta leik íslenska …
Bryndís Arna Níelsdóttir og Giulia Gwinn í síðasta leik íslenska landslisðins, gegn Þýskalandi. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert