Alíslenskt mark í mikilvægum leik

Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson fagna markinu.
Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson fagna markinu. Ljósmynd/Lyngby

Alíslenskt mark leit dagsins ljós er Lyngby og Vejle skildu jöfn á heimavelli fyrrnefnda liðsins í fallslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, en lokatölur urðu 1:1.

Sævar Atli Magnússon skoraði fyrra mark leiksins á 38. mínútu er hann afgreiddi boltann glæsilega í hornið úr teignum eftir sendingu frá Kolbeini Birgi Finnssyni.

Kolbeinn lék allan leikinn, eins og Andri Lucas Guðjohnsen, en Sævar fór af velli á 84. mínútu.

Lyngby er í tíunda sæti með 26 stig, tveimur stigum á undan Vejle sem er í fallsæti.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert