Kolbeinn ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið ákærður fyrir alvarlegt brot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök. 

RÚV greinir frá.

Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Kolbeini í janúar að því er fram kemur í umfjöllun RÚV. Er brotið sagt hafa átt sér stað í lok júní 2022.

Í ákæru segir saksóknari að Kolbeinn hafi nýtt sér yfirburði sína gegn stúlkunni.

Málið var til rannsóknar hjá lögreglu sem sendi það til héraðssaksóknara. Var það þingfest í lok janúar í Héraðsdómi Reykjaness.

Að því er fram kemur í umfjöllun RÚV krefst móðir stúlkunnar þess að Kolbeinn verði dæmdur til að greiða dóttur hennar þrjár milljónir í miskabætur. Verjandi Kolbeins vildi ekki tjá sig þegar RÚV leitaði eftir því.

Tvær konur stigu fram fyrir þremur árum og sökuðu Kolbein um ofbeldi á skemmtistaðnum B5 árið 2017. Kolbeinn neitaði sök en greiddi konunum samtals þrjár milljónir og greiddi Stígamótum þrjár milljónir. Í kjölfarið drógu þær kæru sína til baka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka