„Ég ríf af þér eyrun og slæ þig“

Massimiliano Allegri eftir leikinn í gærkvöldi.
Massimiliano Allegri eftir leikinn í gærkvöldi. AFP/Isabella Bonotto

Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var ekki mjög ánægður þegar hann hitti Guido Vaciago, framkvæmdastjóra ítalska miðilsins Tuttosport, eftir að Juventus tryggði sér bikarmeistaratitilinn í gærkvöldi.

Vaciago greindi frá því að Allegri hafi látið hann heyra það þar sem stjórinn hefur verið ósáttur við skrif Tuttosport um sig.

Miðillinn hefur sagt Allegri vera á förum frá Juventus í sumar þrátt fyrir að samningur hans renni út sumarið 2025.

„Eftir leikinn sagði Allegri við mig: „Þú ert ömurlegur framkvæmdastjóri! Skrifaðu sannleikann í blaðið þitt, ekki það sem félagið segir þér“,“ sagði Vaciago og bætti því við að Allegri hafi svo haft í hótunum við sig:

„Veistu það, ég veit hvar ég finn þig. Ég veit hvar ég á að bíða eftir þér. Ég kem og ríf af þér bæði eyrun.

Ég kem og slæ þig í andlitið. Skrifaðu sannleikann í blaðinu þínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert