Sneru taflinu við og fóru í úrslit

Kristín Dís Árnadóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.
Kristín Dís Árnadóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bröndby tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu kvenna með því að leggja AGF að velli, 3:1, í síðari leik liðanna í undanúrslitum.

AGF vann fyrri leikinn í Árósum 2:1 og Bröndby vann því einvígið samanlagt 4:3.

Kristín Dís Árnadóttir var á sínum stað í vörn Bröndby og lék allan leikinn en Hafrún Rakel Halldórsdóttir lék ekki með liðinu þar sem hún er að jafna sig á handleggsbroti.

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir var ekki í leikmannahópi AGF að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert