Sló son sinn í fagnaðarlátunum (myndskeið)

Marucs Thuram heldur á bikarnum hliðin á föður sínum Lillian.
Marucs Thuram heldur á bikarnum hliðin á föður sínum Lillian. AFP/Marco Bertorello

Franska knattspyrnugoðsögnin Lillian Thuram var ósáttur við son sinn í fagnaðarlátum Inter Mílanó eftir að liðið varð ítalskur meistari. 

Inter er reyndar löng orðið meistari en liðið vann ítölsku A-deildina sannfærandi. 

Thuram yngri tók undir með stuðningsmönnum sem sungu lag til óheiðurs Juventus. 

Thuram eldri var allt annað en sáttur við það að sonur sinn hafi sungið manna hæst og sló hann. 

Lillian er goðsögn hjá Juventus en hann lék þar í fimm ár. Vann hann ítalska meistaratitilinn fjórum sinnum. Voru tveir þeirra síðan teknir af félaginu í kjölfar calciopoli skandalsins. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert