Belginn Vincent Kompany þykir nú líklegastur til að taka við þýska stórveldinu Bayern München.
Frá þessu greina enskir miðlar en um helgina var Kompany fyrst orðaður við liðið.
Kompany féll með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni með Burnley á nýliðnu tímabili en liðið stóð sig afleitlega. Hann gerði aftur á móti vel í ensku B-deildinni ári áður.
Bæjarar eru sagðir hrífast af stíl Kompany og er hann líklegur til að taka við liðinu á næstu dögum.