Daninn Jesper Lindström hefur ekki verið í náðinni hjá Francesco Calzona, fráfarandi knattspyrnustjóra karlaliðs Napolí.
Lindström var keyptur til Napolí í ágúst 2023 frá Frankfurt á yfir fjóra milljarða íslenskra króna.
Hann hefur hins vegar ekki staðið undir nafni og fengið lítið af mínútum með vonbrigðaliði Napolí sem varð ítalskur meistari í fyrra en hafnaði í tíunda sæti í ár.
Tipsbladet greinir frá að í viðtali eftir leik hafi Calzona sagt Lindström vera leikmann sem hentar ekki Napoli.
„Þú getur ekki talað um góða og verri leikmenn. Aðeins um leikmenn sem henta og ekki. Lindström hentar ekki liði eins og Napolí,“ sagði Calzona, sem verður þó ekki stjóri Napolí á næsta tímabili.