Stund Freys eftir afrekið magnaða

Freyr Alexandersson bjargaði Kortrijk.
Freyr Alexandersson bjargaði Kortrijk. Ljósmynd/Kortrijk

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Kortrijk björguðu sér endanlega frá falli úr belgísku A-deildinni í fótbolta með sigri á Lommel í umspili um áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu í gær. 

Kortrijk vann seinni leikinn á heimavelli eftir framlengingu, 4:2, og fyrri leikinn 1:0. 

Fátt benti til þess að Kortrijk ætti mögu­leika á að halda sér í deild­inni þegar Freyr tók við stjórn­artaum­un­um í byrj­un janú­ar. Liðið sat á botn­in­um með tíu stig eft­ir tutt­ugu leiki og hafði ekki unnið deild­ar­leik í rúma þrjá mánuði.

Freyr hóf þjálfaraferil sinn á útisigri á stórliði Standard Liege og eftir það var ekki aftur snúið. 

Hér að neðan má sjá fagnaðarlætin eftir leik gærdagsins. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert