Elías magnaður í ótrúlegum leik

Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk.
Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elías Már Ólafsson kom inn með trompi í stórsigri Breda á Excelsior, 6:2, í fyrri úrslitaleik liðanna um hvort þeirra verði í efstu deild hollenska fótboltans á næsta tímabili. 

Elías Már kom inn á 68. mínútu og skoraði tvö mörk, það fyrri á 78. mínútu og seinna undir blálok leiks. 

Excelsior hafði þá fengið tvö rauð spjöld. 

Breda er því komið í kjörstöðu um að komast upp í hollensku úrvalsdeildina. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Excelsior sunnudaginn 2. júní. 

Breda hafnaði í áttunda sæti B-deildarinnar en hefur farið á kostum í umspili og eru nú allar líkur á að liðið fari beint upp í deild þeirra bestu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert