Var gráti næst eftir fyrstu æfingarnar

„Þetta var algjört helvíti til þess að byrja með því ég var svo langt á eftir öðrum leikmönnum liðsins,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Í bílskúr hjá stuðningsmanni

Ásgeir Börkur gekk til liðs Sarpsborg í Noregi á láni frá Fylki árið 2013 en félagaskiptin komu óvænt upp.

„Fyrstu tvær til þrjár vikurnar kom ég heim eftir hverja einustu æfingu og spurði sjálfan mig að því hvað ég væri eiginlega að gera hérna,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Ég ætla ekki að segja að ég hafi farið að gráta en ég var mjög nálægt því. Ég bjó í einhverjum bílskúr hjá einhverjum stuðningsmanni, svaf á dýnu þar, og ég kom heim í bílskúrinn eftir hverja einustu æfingu í hálfgerðum molum,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert