Ólafur Páll og ein ríkustu hjónin á meðal eigenda Burton

Ólafur Páll Snorrason í leik með FH á sínum tíma.
Ólafur Páll Snorrason í leik með FH á sínum tíma. Styrmir Kári

Enska knattspyrnufélagið Burton Albion hefur opinberað hverjir skipa hóp fjárfesta frá Norðurlöndunum sem festi kaup á félaginu á dögunum.

Alls eru sex Íslendingar, þrjú hjón, í eigendahópnum. Þeirra á meðal eru Ólafur Páll Snorrason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og margfaldur Íslandsmeistari, og eiginkona hans Hrafnhildur Eymundsdóttir, sem einnig var knattspyrnukona og lék með Fjölni.

Önnur hjón, þau Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eru einnig á meðal eigenda en þau voru bæði á lista Frjálsrar verslunar yfir 50 ríkustu Íslendingana á síðasta ári.

Bogi Þór Siguroddsson er hér fremstur á myndinni.
Bogi Þór Siguroddsson er hér fremstur á myndinni. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Linda Björk Ólafsdóttir (t.h.).
Linda Björk Ólafsdóttir (t.h.).

Fyrrverandi dómari og formaður ÍR

Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir.
Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir.

Þriðju hjónin, Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, eru sömuleiðis hluti af eigendahópnum.

Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Bláa lónsins. Hann var knattspyrnudómari undir lok síðustu aldar og formaður ÍR um árabil í upphafi þessarar aldar.

Sonur landsliðsþjálfarans tekur við starfi

Í eigendahópnum er einnig að finna Norðmanninn Bendik Hareide, son Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Bendik verður yfirmaður knattspyrnumála hjá Burton, sem leikur í C-deild á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert