Skildu eftir ummæli við myndir af mömmu minni

„Þetta var alveg galið,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Með mynd af honum upp á vegg

Ásgeir Börkur skartaði mjög vígalegu skeggi þegar hann lék með GAIS í Svíþjóð árið 2014 og komst hann á lista hjá mörgum af stærstu fótboltamiðlum heims þegar fjallað var um best skeggjuðu fótboltamenn heims.

„Ég er ennþá að fá sendar myndir frá einhverjum gaurum í Síle þar sem þeir eru með mynd af mér upp á vegg hjá sér,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Þetta var orðið svakalegt á sínum tíma og eiginlega of mikið. Ég er var með Instagram-reikning sem var kominn í 10.000 til 11.000 fylgjendur, og þar var fólk að skilja eftir ummæli við myndir af mömmu minni sem dæmi, það var of mikið,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert