Var alltaf að búast við því að vera rekinn

„Ég byrjaði í Shogun árið 2006 og við spilum þungarokk, alvöru þungarokk,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Missti af Músíktilraunum

Ásgeir Börkur er aðalsöngvari hljómsveitarinnar Shogun en hljómsveitin bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2006.

„Við skráum okkur í Músíktilraunir fljótlega eftir það en á sama tíma vissi ég ekkert, á þeim tíma, hvort ég væri að fara í æfingaferð með Fylki eða ekki,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Ég fæ svo að vita það fimm dögum fyrir æfingaferðina að ég sé að fara með og get þar af leiðandi ekki tekið þátt í Músíktilraunum með þeim. Þeir fá gestasöngvara með sér, sem heitir Alex, og þeir enda á því að vinna Músíktilraunir.

Það var mjög steikt og ég var alltaf að búast við því að þeir myndi reka mig fljótlega eftir þetta,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert