Emilía danskur meistari eftir Íslendingaslag

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Nordsjælland

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar í Nordsjælland eru Danmerkurmeistarar í fótbolta eftir 1:1 jafntefli gegn Bröndby í hreinum úrslitaleik um titilinn.

Kristín Dís Árnadóttir spilaði allan leikinn fyrir Bröndby og Hafrún Halldórsdóttir var í byrjunarliði en fór af velli á 69. mínútu stuttu eftir að hún skoraði mark. Emilía spilaði allan leikinn.

 Winonah Heatley kom Nordsjælland yfir á 48. mínútu en Hafrún Halldórsdóttir jafnaði metið fyri Bröndby aðeins nokkrum mínútum síðar.

Nordsjælland var með tveggja stiga forskot fyrir leikinn og jafntefli var nóg fyrir þær til þess að tryggja sér titilinn.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert