Landsliðsmaðurinn gefur út lag

Logi Tómasson, fyrir miðju, í verkefni með Íslenska landsliðinu.
Logi Tómasson, fyrir miðju, í verkefni með Íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson eða Luigi eins og hann er kallaður gaf út lagið Veit ekki með þig sem fjallar um lífið og tilveruna í Noregi þar sem hann spilar fótbolta.

Logi er leikmaður Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur átt gott tímabil og var kallaður inn í íslenska landsliðshópinn gegn Englandi og Hollandi. Hann á þrjá leiki með íslenska A-landsliðinu.

 Orio gerði lagið með Loga en hann er einn stærsti framleiðandinn á Norðurlöndum í hiphop senunni og hefur unnið með mörgum stórum listamönnum á því sviði síðustu ár.

Orio sést í myndbandinu í treyju númer 17 sem er liðsnúmer Loga hjá liðinu hans í Noregi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert