Knattspyrnukonan Ewa Pajor er gengin til liðs við Barcelona en hún skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2027.
Pajor er af mörgum talin einn besti sóknarmaður í heimi. Hún var í lykilhlutverki hjá Wolfsburg, þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir spilar, og var markahæst í deildinni á síðasta tímabili.
Hún hefur skorað 136 mörk í 196 leikjum og hefur níu sinnum orðið bikarmeistari á þeim níu árum sem hún hefur spilað fyrir félagið, fimm sinnum orðið Þýskalandsmeistari og fjórum sinnum komist í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu en tapað þeim öllum.
Pajor var eftirsótt af mörgum stórliðum þar á meðal PSG og Manchester United.